Leikfélag Akureyrar hlýtur þrjár Grímutilnefningar

Leikfélag Akureyrar hlýtur þrjár Grímutilnefningar

Í gær var tilkynnt hvaða leikverk og listamenn hljóta tilnefningu til Grímuverðlaunanna í ár. Leikfélag Akureyrar hlýtur þrjár tilnefningar í ár.

Birta Sólveig Söring fékk tilnefningu sem leikkona ársins fyrir hlutverk sitt sem Auður í Litlu Hryllingsbúðinni.

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir fékk tilnefningu fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins fyrir Litlu Hryllingsbúðina og þá var sýningin Jóla Lóla tilnefnd sem barnasýning ársins.

Afhending verðlaunanna sjálfra verður þriðjudaginn 10. júní næstkomandi.

COMMENTS