Stórþing eldri borgara verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, föstudaginn 30. maí. Akureyrarbær hefur óskað eftir þátttakendum á þingið og eru áhugasöm hvött til að sækja um.
Hægt er að sækja um hér.
Markmið þingsins er að kanna viðhorf einstaklinga 60 ára og eldri til þjónustu Akureyrarbæjar og safna hugmyndum að áframhaldandi þróun hennar.
Þingið fer fram í Hofi milli klukkan 10-13.


COMMENTS