Akureyrarbær óskar nú eftir hugmyndum að nafni fyrir nýtt og endurbætt fjarvinnusetur í Hrísey. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, opnaði dyrnar að nýuppgerðri aðstöðunni í kjölfar íbúafundar í eynni þann 2. júní síðastliðinn.
Fjarvinnusetrið er í húsinu Hlein, sem einnig hýsir skrifstofu Akureyrarbæjar mötuneyti Hríseyjarskóla. Í daglegu tali hefur setrið einfaldlega verið kallað ‚Fjarvinnusetrið í Hlein,‘ en nú þykir vera kominn tími til að aðstaðan fái alvöru nafn. Ef lesendur telja sig hafa hugmynd fram að færa geta þeir sent þær inn með því að smella hér. Frekari upplýsingar um fjarvinnusetrið er að finna hér.


COMMENTS