Sjö miljón króna styrkur fyrir Bókmenntahátíð barnannaMennta- og barnamálaráðherra ásamt styrkþegum og stjórnarformanni Sprotasjóðs. Ljósmynd: Stjórnarráð Íslands.

Sjö miljón króna styrkur fyrir Bókmenntahátíð barnanna

Sprotasjóður leik- grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað Hrafnagilsskóla sjö miljón krónur til að standa fyrir Bókmenntahátíð barnanna. Fjórir skólar á Norðurlandi eystra taka þátt í verkefninu, en Hrafnagilsskóli fer með forystu á því. Hinir þrír skólarnir eru Grenivíkurskóli, Reykjahlíðarskóli og Valsárskóli.

Á hátíðinni verða hugverk nemenda á miðstigi þátttökuskólanna til sýnis og sölu, t.a.m. frumsamdar bækur. Staðið verður að bókmenntalegum viðburðum s.s. viðtölum og upplestrum, auk þess sem gestum býðst að taka þátt í ýmsum vinnustofum sem tengjast ritlist í ræðu og riti undir stjórn nemenda. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Rannís með því að smella hér.

Bókmenntahátíð barnanna er eitt af þrjátíu vekefnum sem fengu úthlutun úr Sprotasjóður leik- grunn- og framhaldsskóla þetta árið. Samtals hljóða styrkirnir upp á tæplega 81 miljónir króna, en styrkurinn til bókmenntahátíðarinnar er sá stærsti sem fer til einstaks verkefnis. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Bragi Þór Svavarsson, formaður stjórnar sjóðsins, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu á miðvikudaginn.

Hægt er að skoða upplýsingar um öll þau verkefni sem fengu úthlutanir úr Sprotasjóði þetta árið á heimasíðu Rannís með því að smella hér.

COMMENTS