Opið hús í Aðalstræti 14 á Akureyri

Opið hús í Aðalstræti 14 á Akureyri

Föstudaginn 27. júní verður opið hús í Aðalstræti 14 á Akureyri frá kl. 11:00 til 15:00. Þar starfa þrjú öflug almannaheillafélög sem veita fjölbreytta þjónustu og stuðning fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi.

Aflið styður þolendur og aðstandendur þeirra með einstaklingsviðtölum og námskeiðum til að vinna úr afleiðingum ofbeldis.

Kvennaathvarfið veitir konum og börnum þeirra öruggt skjól, viðtalsþjónustu og sinnir neyðarþjónustu allan sólarhringinn.

Bjarmahlíð er þjónustu- og upplýsingamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem veitir ráðgjöf og styður þolendur í átt að tiltækum úrræðum.

Að sjálfsögðu er þetta aðeins hluti af starfsemi samtakanna, en þau sinna einnig öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi í samfélaginu.

Opið húsið er frábært tækifæri til að kynnast starfseminni, fræðast um úrræðin sem í boði eru og hitta fólkið á bak við störfin. Starfsfólk allra samtakanna verður á staðnum allan daginn, tilbúið að svara spurningum og veita nánari upplýsingar. Einnig gefst innsýn í hvernig samtökin vinna saman að heildstæðri þjónustu fyrir þolendur.

Boðið verður upp á léttar veitingar og gagnlega fróðleiksmola um mikilvæga vinnu í þágu þolenda.

Öll eru hjartanlega velkomin.

COMMENTS