Fyrri leikur Silkeborgar og KA í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta fer fram í Silkeborg á miðvikudaginn kl. 17:00 að íslenskum tíma.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á livey og þarf að gerast áskrifandi til að horfa á leikinn.
Síðari leikur liðanna verður svo á Greifavellinum á Akureyri þann 31. júlí. Ef KA tekst að leggja Silkeborg að velli þá mæta þeir annað hvort Novi Pazar frá Serbíu eða Jagiellonia frá Póllandi.


COMMENTS