Föstudaginn 25. júlí kl. 14.30 fer fram danstími fyrir opnum dyrum á Amtsbókasafninu á Akureyri.
Dansarinn og danskennarinn Sigrún Ósk vinnur með dönsurum dagana á undan og fer lokatíminn fram á Amtsbókasafninu þar sem gestir og gangandi geta fylgst með þeirri vinnu sem á sér stað.
Fólk er hvatt til að kíkja á safnið kl. 14.30 á föstudaginn og sjá þessa flottu dansara vinna í óhefðbundnu rými og nýta umhverfið sem innblástur til hreyfingar.



COMMENTS