Akureyrski leikstjórinn Ninna Rún Pálmadóttir hefur greint frá því á samfélagsmiðlum sínum að næsta kvikmynd sem hún leikstýrir sé komin í þróunarfasa. Myndin heitir On a Scale of One to Ten og verður fyrsta enskumælandi kvikmyndin sem Ninna kemur að.
„Þetta er mjög spennandi skref, mikilvæg saga sem mér finnst heiður að vera partur af og glöð að hafa kynnst framleiðandanum Alice Lusher og handritshöfundinum Phoebe Eclair-Powell. Hlakka til að gera meira bíó,“ skrifar Ninna.
Ninna lét draum sinn rætast og lærði kvikmyndagerð í New York. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Tilverur, var heimsfrumsýnd á TIFF kvikmyndahátíðinni árið 2023. Fyrir það gaf hún út stuttmyndirnar Allir hundar deyja og blaðberinn.
Sjá einnig:


COMMENTS