Hafdís prófaði þríþraut og stóð uppi sem sigurvegari

Hafdís prófaði þríþraut og stóð uppi sem sigurvegari

Fjórða bikarmót ársins í þríþraut var haldið á Selfossi í gær. Akureyringurinn Hafdís Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, kom fyrst í mark á einni klukkustund, fimm mínútum og 31 sekúndu, 53 sekúndum á undan næstu konu.

Hafdís segist hafa fengið áskorun frá vinkonu sinni fyrr í sumar um að prófa að taka þátt í einni þríþraut og að hún hafi látið slag standa og skemmt sér ótrúlega vel.

„Mér leið bara svona þokkalega miðað við aðstæður. Frábær keppni og bara ótrúlega skemmtileg umgjörð hérna og gaman að vera að taka þátt,“ sagði Hafdís í viðtali við fréttastofu RÚV eftir keppnina.

Mynd: Skjáskot/RÚV

COMMENTS