Emilía Fönn Andradóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild lyflækninga, hefur hlotið sérfræðileyfi sem sérfræðingur í hjúkrun fullorðinna með sykursýki frá embætti landlæknis. Þetta kemur fram á vef SAk, þar segir einnig:
„Sérfræðileyfið er viðurkenning á víðtækri menntun, reynslu og sérhæfðri þekkingu Emilíu Fannar á hjúkrun fullorðinna einstaklinga með sykursýki. Með þessu bætist hún í hóp fárra hjúkrunarfræðinga á Íslandi með þessa sérhæfingu.“


COMMENTS