Það er mikið um að vera hjá bræðrunum úr Hvanndal á næstu misserum en í dag senda þeir frá sér nýtt lag sem ber heitið „Þína skál!“ og verður að finna á nýrri hljómplötu sveitarinnar sem kemur út á næstunni, lagið er nokkurskonar óður til veisluhalda og almennrar gleði. Nýja platan verður sú níunda í röðinni og mun einfaldlega bera nafnið Skál ! Platan er tekin upp í Leifshúsum í Eyjafirði, tekin upp, mixuð og masteruð af Stefáni Erni Gunnlaugssyni.
Hljómsveitin heldur svo stóra tónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 20. September en þar munu kom fram með þeim góðir gestir þeir Sveppi Krull og Pétur Jóhann Sigfússon, sannkölluð veisla fyrir augu, eyru og hláturtaugarnar þandar til hins ýtrasta. Sveitin skipuleggur svo frekara tónleikahald á komandi mánuðum en Hvanndalsbræður hafa ávallt spilað tónleika vítt og breytt um landið á þeim 23 árum sem bandið hefur starfað.
Lagið á Spotify


COMMENTS