Bæjarráð á Akureyri hefur staðfest úthlutun skipulagsráðs á lóðum við Hofsbót á Akureyri til verktakafyrirtækisins SS Byggir. Frá þessu greinir á vef Akureyri.net.
Þar kemur meðal annars fram að úthlutun lóðarinnar feli jafnframt í sér að Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO, víki með starfsemi sína og húsnæði af lóð við Strandgötu innan sex mánaða. Þá hafnar ráðið mótmælum BSO á úthlutuninni en hún byggist á því að málið sé enn til meðferðar hjá dómstólum.
Mál BSO gegn bænum bíður þó enn meðferðar í héraði en fyrr í sumar vísaði Landsréttur máli BSO gegn bænum aftur þangað og þar bíður málið enn meðferðar. Þar gerir Bifreiðastöðin þá kröfu að dómur viðurkenni ótímabundinn lóðarétt BSO og óuppsegjanleg lóðaréttindi.


COMMENTS