Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ haldið norðan heiða í fyrsta sinnMynd: Atlantic BJJ

Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ haldið norðan heiða í fyrsta sinn

Íslandsmeistaramót í brasilísku jiu jitsu í galla fer fram laugardaginn 20. september í íþróttahúsi Þelamerkur, rétt fyrir utan Akureyri. Mótið er ætlað keppendum á öllum aldri og skiptist það niður í þyngdar- og aldursflokka hjá börnum og þyngdar- og beltaflokka hjá fullorðnum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsmeistaramót fullorðinna fer fram á Norðurlandi, en ÍM barna og unglinga hefur áður verið haldið á Akureyri. Nánari upplýsingar má finna á Smoothcomp síðu mótsins með því að smella hér.

COMMENTS