Malen og hákon gefa út nýtt lag

Malen og hákon gefa út nýtt lag

Akureyrski tónlistarmaðurinn hákon (Hákon Guðni Hjartarson) og skagfirska tónlistarkonan Malen (Malen Áskelsdóttir) gáfu saman út lagið ‚Silhouette‘ í morgun. Alexander Orri samdi með þeim lagið og útsetti ásamt Halldóri Gunnari, sem sá einnig um hljóðfæraleik. Í tilkynningu þakkar Hákon einnig útgáfufyrirtækinu Iceland Sync Creative fyrir að tengja þetta listafólk saman.

Lagið er hægt að finna á öllum helstu streymisveitum með því að smella hér, eða í spilaranum hér fyrir neðan.

COMMENTS