Þjóðarpúls Gallup – Samfylking í sókn í Norðausturkjördæmi

Þjóðarpúls Gallup – Samfylking í sókn í Norðausturkjördæmi

Þjóðarpúls Gallup fyrir september 2025 hefur verið birtur. Þjóðarpúlsinn byggir á netkönnun sem Gallup gerði á landsvísu dagana 1. – 31. ágúst 2025. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir styðji ríkisstjórnina og hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið væri til Alþingiskosninga á morgun. Niðurstöður fyrir Norðausturkjördæmi byggja á 408 svörum.

Í Norðausturkjördæmi benda niðurstöður til umtalsverðra breytinga á fylgi flokka frá því í síðustu Alþingiskosningum. Mestur munur er á fylgi Samfylkingarinnar, sem hlaut 21,3% atkvæða í kjördæminu og fékk kjörna tvo þingmenn í síðustu kosningum. Í Þjóðarpúlsi Gallup segjas aftur á móti 38,1% svarenda að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, sem gæfi flokknum fimm kjörna þingmenn. Sæti þessu kæmu þá frá Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Viðreisn, sem allir missa eitt sæti samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúlsins. Niðurstöður þjóðarpúlsins á landsvísu sýna svipaða þróun, en þær má skoða hér.

Niðustöður Þjóðarpúls Gallups í Norðausturkjördæmi samanbornar við niðurstöður Alþingiskosninga í kjördæminu 2024

Samfylkingin hlaut 21,3% atkvæða í kjördæminu í Alþingiskosningum 2024 og fékk tvo kjörna þingmenn. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups fengi flokkurinn 38,1% atkvæða ef kosið væri núna og þar með fimm þingmenn kjörna.
+16,8% fylgi / +3 þingmenn

Miðflokkurinn hlaut 15,7% atkvæða í kjördæminu í Alþingiskosningum 2024 og fékk tvo kjörna þingmenn. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups fengi flokkurinn 12,7% atkvæða ef kosið væri núna og þar með einn þingmann kjörinn.
-3% fylgi / -1 þingmaður

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 15,0% atkvæða í kjördæminu í Alþingiskosningum 2024 og fékk tvo kjörna þingmenn. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups fengi flokkurinn 14,2% atkvæða ef kosið væri núna og þar með einn þingmann kjörinn.
-0,8% fylgi (innan vikmarka) / -1 þingmaður

Flokkur fólksins hlaut 14,3% atkvæða í kjördæminu í Alþingiskosningum 2024 og fékk einn kjörinn þingmann. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups fengi flokkurinn 9,2% atkvæða ef kosið væri núna og þar með einn þingmann kjörinn.
-5,1% fylgi / Óbreyttur þingmannafjöldi

Framsóknarflokkurinn hlaut 14,2% atkvæða í kjördæminu í Alþingiskosningum 2024 og fékk einn kjörinn þingmann og einn jöfnunarmann. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups fengi flokkurinn 7,8% atkvæða ef kosið væri núna og þar með einn þingmann kjörinn.
-6,4% fylgi / Óbreyttur fjöldi kjördæmakjörinna þingmanna

Viðreisn hlaut 9,4% atkvæða í kjördæminu í Alþingiskosningum 2024 og fékk einn kjörinn þingmann. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups fengi flokkurinn 5,8% atkvæða ef kosið væri núna og þar með engan þingmann kjörinn.
-3,6% fylgi / -1 þingmaður

Sósíalistaflokkurinn hlaut 3,8% atkvæða í kjördæminu í Alþingiskosningum 2024 og fékk engan kjörinn þingmann. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups fengi flokkurinn 3,9% atkvæða ef kosið væri núna og þar með engan þingmann kjörinn.
+0,1% fylgi (innan vikmarka) / Óbreyttur þingmannafjöldi

Vinstrihreyfingin – grænt framboð hlaut 3,8% atkvæða í kjördæminu í Alþingiskosningum 2024 og fékk engan kjörinn þingmann. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups fengi flokkurinn 4,9% atkvæða ef kosið væri núna og þar með engan þingmann kjörinn.
+1,1 fylgi (innan vikmarka) / Óbreyttur þingmannafjöldi

Píratar hlutu 1,8% atkvæða í kjördæminu í Alþingiskosningum 2024 og fékk engan kjörinn þingmann. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups fengi flokkurinn 2,0% atkvæða ef kosið væri núna og þar með engan þingmann kjörinn.
+0,2% fylgi (innan vikmarka) / Óbreyttur þingmannafjöldi

COMMENTS