Össur færði málmiðnbraut VMA gjöfMyndir/VMA

Össur færði málmiðnbraut VMA gjöf

Nýverið færði Össur málmiðnbraut VMA gjöf en í henni voru m.a. rennslisplattar, stungustál, stungufjaðrir, fræsarar, sérstakir endafræsarar, verkfærahaldarar o.fl. Um er að ræða búnað sem Össur notar við framleiðslu sína en getur ekki notað aftur og aftur. Allur þessi búnaður kemur hins vegar að afar góðum notum í fræsivélar og rennibekkina í VMA. Einnig hefur Össur látið brautinni í té afgangsbúta af títaníumblönduðu áli sem fyrirtækið notar í framleiðsluvörur sínar.

„Þetta er gríðarlegur og ómetanlegur stuðningur,“ segir Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðnbrautar VMA, um gjöf stoðtækjafyrirtækisins Össurar í Reykjavík til brautarinnar á dögunum. Össur hefur nú í meira en áratug gefið eitt og annað til brautarinnar sem nýtist til kennslunnar.

COMMENTS