Hrönn hlaut hvatningarverðlaun á Bókasafnsdeginum

Hrönn hlaut hvatningarverðlaun á Bókasafnsdeginum

Hrönn Soffíu Björginsdóttir, verkefnastjóri hjá Amtsbókasafninu á Akureyri, hlaut Hvatningarverðlaun Upplýsingar á Bókasafnsdeginum og Degi læsis í gær. Hrönn hlaut verðlaunin fyrir starf sitt með Bókaklúbbi ungmenna.

Greint er frá á vef Amtsbókasafnsins þar sem segir um Bókaklúbbinn:

Bókaklúbburinn er valgrein á unglingastigi í grunnskólum Akureyrarbæjar sem Hrönn byrjaði með fyrir tveimur árum. Valgreinaframboðið á Akureyri er gríðarlega flott, þau geta valið leiklist, lært tungumál, farið á hjólabretti, spilað D&D og margt fleira spennandi. Í dag eru um 20 ungmenni skráð í hópinn. Þetta er skemmtilegur og fjölbreyttur hópur sem spannar breytt áhugasvið.

Nánar á vef Amtsbókasafnsins hér

COMMENTS