„Tækifæri til þess að sýna hversu fjölbreytt Akureyri er“

„Tækifæri til þess að sýna hversu fjölbreytt Akureyri er“

Nær fjögur hundruð einstaklngar mættu á Amtsbókasafnið síðastliðinn laugardag og fengu að gæða sér á mat frá um tíu löndum hafi mætt á alþjóðlega eldhúsið. Þeir Árni Jóhann Arnarsson og Hreiðar Garðarsson frá Gonzo Creation kíktu á Alþjóðlega eldhúsið og tóku spjölluðu við matreiðslufólk og skipuleggjendur.

„Þetta er áttunda skiptið sem við erum með þennan viðburð og við erum vön að sjá helling af fólki þannig við erum tilbúin að fá marga. Þetta er tækifæri til þess að sýna hversu fjölbreytt Akureyri er. Það býr hér fólk frá mjög mörgum löndum og það er kannski ekki sýnilegt dags daglega,“ segir Aija Burdikova, verkefnastjóri fjölmenningar á Amtsbókasafninu.

Hér að neðan má sjá myndband frá strákunum í Gonzo sem er unnið í samstarfi við Kaffið.is.

COMMENTS