Dæmdur í 15 daga fangelsi fyrir að stela úr Bónus

Dæmdur í 15 daga fangelsi fyrir að stela úr Bónus

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi karlmann í 15 daga fangelsi fyrir þjófnað. Maðurinn stal fyrir tæpu ári síðan matvörum að verðmæti 4.496 krónum úr verslun Bónus á Akureyri. RÚV greindi frá.

Maðurinn mætti ekki í réttarsalinn og því dæmt í málinu að honum fjarstöddum þar sem brotið varðaði ekki þyngri viðurlögum og framlögð gögn voru talin nægja til sakfellingar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maðurinn stelur en hann hefur áður fengið refsingar fyrir svipuð brot. Síðast var hann dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir þjófnað í desember í fyrra.

COMMENTS