Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari knattspyrnuliðs Þórsara, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Þetta var tilkynnt á lokahófi Þórs sem haldið var síðastliðið laugardagskvöld.
Sigurður tók við Þórsurum eftir sumarið 2023. Á fyrsta tímabili Sigurðar höfnuðu Þórsarar í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Í ár vann liðið deildina og tryggði sér sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu næsta sumar.


COMMENTS