Sigurður skrifar undir nýjan samning hjá Þór

Sigurður skrifar undir nýjan samning hjá Þór

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari knattspyrnuliðs Þórsara, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Þetta var tilkynnt á lokahófi Þórs sem haldið var síðastliðið laugardagskvöld.

Sigurður tók við Þórsurum eftir sumarið 2023. Á fyrsta tímabili Sigurðar höfnuðu Þórsarar í 10. sæti Lengjudeildarinnar. Í ár vann liðið deildina og tryggði sér sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu næsta sumar.

COMMENTS