Sigfús Fannar leikmaður ársins hjá Þór

Sigfús Fannar leikmaður ársins hjá Þór

Sigfús Fannar Gunnarsson var valinn leikmaður ársins hjá knattspyrnuliði Þórs á lokahófi liðsins sem fór fram í Sjallanum síðastliðinn laugardag. Sigfús Fannar Gunnarsson var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar og lykilmaður í liði Þórs sem vann deildina.

Atli Þór Sindrason var valinn efnilegasti leikmaður liðsins á lokahófinu og þá var Ibrahima Balde valinn leikmaður leikmannanna.

Þórsarinn Geir Kristinn Aðalsteinsson tilkynnti um val á KIA leikmanni ársins á lokahófinu en KIA stóð fyrir vali á manni leiksins á öllum heimaleikjum Þórs í sumar. Sigfús Fannar Gunnarsson var einnig valinn leikmaður ársins af KIA og var leystur út með gjöfum, meðal annars afnot af KIA bifreið í einn mánuð.

Nánari umfjöllun um lokahófið má finna á vef Þórs með því að smella hér.

COMMENTS