KA/Þór er með sex stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins í Olís deild kvenna í handbolta. Nýliðarnir unnu glæsilegan 27-25 útisigur á Selfossi í gær og því hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína.
Magnaður lokasprettur KA/Þór tryggði sigurinn en Akureyrarliðið skoraði 5 mörk í röð í lokinn, þar af tvö mörk á síðustu 17 sekúndum leiksins. Á síðustu níu mínútum leiksins fengu þær ekki á sig eitt einasta mark.
Næsti leikur KA/Þór er heimaleikur gegn Haukum 4. október næstkomandi.
Mörk KA/Þórs: Susanne Denise Pettersen 5, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Trude Blestrud Hakonsen 4, Tinna Valgerður Gísladóttir 3/3, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 1, Anna Petrovics 1, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Rakel Sara Elvarsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 11/1, 30,6%.


COMMENTS