Þór/KA vann öruggan sigur á Tindastóli í nágrannaslag í Boganum á Akureyri í gærkvöldi. Með sigrinum tryggðu Þór/KA sæti sitt í efstu deild og geta því andað léttar fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins.
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir og Ellie Rose Moreno skoruðu mörk Þór/KA í öruggum 3-0 sigri.
Næsti leikur Þór/KA er útileikur gegn FHL laugardaginn 4.október næstkomandi.
Mynd: Ármann Hinrik


COMMENTS