Minnisvarði til heiðurs Stefáni Jónssyni reistur við Skjaldarvík

Minnisvarði til heiðurs Stefáni Jónssyni reistur við Skjaldarvík

Minnisvarði hefur verið reistur við Skjaldarvík til heiðurs Stefáni Jónssyni, klæðskerameistara og bónda, sem átti og rak stórbú í Ytri- og Syðri-Skjaldarvík. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

Stefán stofnaði þar elliheimili sem var tekið í notkun 29. október 1943, á afmælisdegi móður hans, Sólrúnar Oddsdóttur, sem varð jafnframt fyrsti íbúi heimilisins.

Árið 1965 gaf Stefán Akureyrarbæ jörðina, búið í fullum rekstri og elliheimilið með öllum búnaði. Minnisvarðinn er reistur honum til minningar fyrir ómetanlegt framlag til samfélagsins.

COMMENTS