Þriðjudagsfyrirlestur: Kristján Ingimarsson

Þriðjudagsfyrirlestur: Kristján Ingimarsson

Þriðjudaginn 30. september klukkan 16.15 heldur Kristján Ingimarsson fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur haustsins í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tilurð Femina Fabula. Þar mun hann fjalla um sýndarveruleika innsetninguna Femina Fabula, sem nú stendur yfir í Listasafninu, listrænt samstarf og vinnuaðferðir.

Kristján Ingimarsson er leikhússtjóri og myndlistarmaður, sem er fæddur á Íslandi, en búsettur í Danmörku og þekktur fyrir líkamlegar og sjónrænar nálganir á leikhús. Hann er stofnandi og listrænn leiðtogi Kristján Ingimarsson Company og framleiðir sýningar sem fara yfir mörk leikhúss, sviðslistar, dans, myndlistar og innsetninga.

COMMENTS