Miðbærinn skreyttur með bleikum slaufum – Myndir

Miðbærinn skreyttur með bleikum slaufum – Myndir

Bleikur október er handan við hornið og með honum Bleika slaufan, árlegt fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Á Akureyri eru Dekurdagar árlega haldnir í Bleikum október. Skipuleggjendur Dekurdaga skreyttu bæinn með Bleiku slaufunni í haustveðri í gærmorgun. Hér að neðan má sjá myndir frá því af Facebook-síðu Dekurdaga. Áhugasöm geta komið við í Centro í miðbænum og nælt sér í Bleika slaufu í staur.

Dekurdagar verða haldnir á Akureyri dagana 9. til 12. október næstkomandi, frá fimmtudegi til sunnudags. Dekurdagar er einn stærsti styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, KAON, hvert ár. Á síðasta ári söfnuðust 6.7 milljónir króna fyrir félagið.

Nánar um Dekurdaga hér

COMMENTS