Fimm úr Þór í liði ársins

Fimm úr Þór í liði ársins

Í lokaþætti hlaðvarspins Leiðin úr Lengjunni þetta árið voru verðlaun og lið tímabilsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu valin. Lengjudeildarmeistarar Þórs eiga fimm fulltrúa í liðinu.

Sigfús Fannar Gunnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Ibrahima Balde, Yann Emmanuel Affi og Aron Birkir Stefánsson voru valdir í liðið og þá var Siggi Höskulds, þjálfari Þórs valinn þjálfari tímabilsins.

Sigfús Fannar Gunnarsson, sem var markahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu, var valinn besti leikmaðurinn og þá var Einar Freyr Halldórsson valinn efnilegasti leikmaðurinn. Öll einstaklingsverðlaunin fóru því til Þórsara ásamt því að liðið átti flesta fulltrúa í úrvalsliði tímabilsins.

Þáttinn má hlusta á á vef Fótbolta.net með því að smella hér. Þátturinn er einnig í öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.

COMMENTS