KA áfram í ungmennakeppni UEFA

KA áfram í ungmennakeppni UEFA

Knattspyrnulið KA í öðrum flokki er komið áfram í næstu umferð ungmennakeppni UEFA, UEFA Youth League, eftir 1-0 sigur á Lettneska liðinu FS Jelgava í dag. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum sem leikinn var í Lettlandi á dögunum.

Þórir Hrafn Ellertsson skoraði sigurmark KA í dag og tryggði liðinu áfram í næstu umferð þar sem mótherjinn verður PAOK frá Grikklandi.

COMMENTS