Stjórn ÍPS hefur tilkynnt um pílukastara ársins 2024. Kosning fór fram síðastliðið vor en afhending viðurkenninganna tafðist. Matthías Örn Friðriksson sem keppir fyrir Þór Akureyri var valinn pílukastari ársins í karlaflokki.
Matthías átti afburða gott ár árið 2024 og þrátt fyrir að margir hafi gert tilkall til viðurkenningarinnar bar han yfirgnæfandi sigur úr bítum í kosningunni.
Hér má sjá lista yfir afrek Matthíasar árið 2024:
• 1. Sæti – Íslandsmót 501 – Einmenningur karla
• 1. Sæti – Íslandsmót Krikket – Einmenningur Karla
• Floridanadeildin – 1. Sæti – Umferð 2
• Landsliðsmaður 2024
Í kvennaflokki hlaut Brynja Herborg viðurkenninguna en nánar má lesa um pílukastara ársins á vef ÍPS með því að smella hér.


COMMENTS