Komið er að síðasta áfanganum í framkvæmdum á hringtorgi við Lónsbakka og í dag, 2. október á að byrja að hleypa umferð í gegnum hringtorgið. Fólk er beðið um að sýna þolinmæði á svæðinu en áfram verður 30 km hámarkshraði gegnum vinnusvæðið.
Hér eftir verður umferðin með eðlilegum hætti, þ.s. tvístefna og ökumenn aka því „eðlilega“ eftir þjóðveginum og í gegnum hringtorgið og gatnamótin við Lónsveg.
Ekki er búið að malbika helminginn af hringtorginu, þ.s. þann hluta með aksturstefnu til suðurs í átt að Akureyri. Því eru hæðarbreitingar í miðju hringtorginu sem þarf að varast.
Gátskildir og stikur verða áfram í kringum allar eyjur þar sem unnið er að hellulagningu og kantsteinum. Munum við því þrengja eitthvað að akstursleiðinni eins mikið og hægt er til að verja mannskapinn og búa til vinnusvæði.
Í þriðja og síðasta áfanga framkvæmdanna mun allur yfirborðsfrágangur klárast.
– Gangstéttar við Lónsveg og við aðkomuveg að ÁK smíði
– Lýsing og malbik verður sett á göngustíginn upp að Álfasteini
– Klárum malbikun á hringtorginu sjálfu ásamt vegriði.
„Þrátt fyrir að vera komin í síðasta fasann er drjúgur lokaspretturinn og mega vegfarendur búast við umferðatöfum eins og hefur verið þegar ekið er í gegnum svæðið. Við biðlum því enn til ykkar að sýna aðgát, anda ofan í maga og njóta þess að aka í gegnum svæðið rólega, brosa til okkar og gleðjast yfir því að brátt verða þessi gatnamót töluvert öruggari en þau voru,“ segir í tilkynningu frá starfsmönnum Nesbræðra og undirverktökum.


COMMENTS