Hjónin, Vilborg Jóhannsdóttir og Úlfar Gunnarsson, eigendur tískuvöruverslunarinnar Centro á Akureyri, hafa sett tæplega fimm hundruð fermetra einbýlishús sitt við Helgamagrastæti á Akureyri á sölu.
Úlfar reisti húsið sjálfur árið 1985. Húsið er 428 fermetrar, þar af 51 fermetra tvöfaldur bílskúr, og stendur á þremur hæðum.
Sjá einnig: Heimsókn í fimm hundruð fermetra einbýlishús á Akureyri
Við hlið hússins er sérhannað partýhús með innandyra heitum potti, auk líkamsræktar- og hobbýherbergis.
Í heildina telur eignin sjö svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Ásett verð er 259,5 milljónir.
Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.


COMMENTS