Kátt í Höllinni á fjölmennasta Pollamóti Þórs í körfubolta hingað til

Kátt í Höllinni á fjölmennasta Pollamóti Þórs í körfubolta hingað til

Pollamót Þórs í körfuknattleik fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri 3. og 4. október. Keppendur á mótinu hafa aldrei verið fleiri en jafn mörg lið mættu til leiks í ár og í fyrra (31). Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Þórsara þar sem segir að mótið hafi heppnast virkilega vel og að lokahófið hafi án vafa verið það fjörugasta til þessa.

Í Pæjudeildinni sem er fyrir konur 20 ára og eldri stóð Dagsbrún uppi sem sigurvegari. Lið Only Hsuman vann Polladeildina sem er fyrir 25 til 39 ára karlmenn Kefboys unnu Lávarðadeildina fyrir 40 ára og eldri karla. Flottustu búningana á mótinu áttu Slow Motion Squad og bestu tilþrif mótsins áttu Búbblurnar og Trodd’essu.

„Skipuleggjendur Pollamóts Þórs í körfuknattleik þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna og vonast til að sjá alla aftur að ári og enn fleiri til. Næsta Pollamót Þórs í körfuknattleik verður haldið 2. og 3. október 2026. Mótsnefnd þakkar innilega þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg við mótið og sér í lagi þeim sem lögðu á sig gríðarlega mikla vinnu til þess að láta allt ganga upp. Það koma margar hendur að því að láta svona stórt mót ganga upp. Án ykkar er ekkert mót. Kærar þakkir,“ segir í umfjöllun á vef Þórs þar sem lesa má nánar um mótið.

Smelltu hér fyrir ítarlegri umfjöllun og myndasöfn frá mótinu.

COMMENTS