Gat var sagað á norðurgafl Flugsafns Íslands á Akureyri nýverið til að koma fyrir framhluta Boeing 757-þotu. Flugvirkjar Icelandair höfðu áður rifið elstu þotur félagsins til endurvinnslu og var framhluti einnar þeirra gefinn safninu. Vísir greindi frá.
Boeing 757 hefur þjónað flugfarþegum til og frá Íslandi í 35 ár, lengur en nokkur önnur flugvélategund. Framhlutinn vélarinnar sem hafði legið við safnið um tíma, verður festur á gaflinn með stjórnklefann út. Þar bætist hann í hóp með stjórnklefa DC-6 flugvélar sem er á vesturhlið safnsins. Í framtíðinni munu sýningargestir geta gengið inn í 757-þotuna og skoðað stjórnklefann ásamt Saga-class farþegarýminu.


COMMENTS