Hiti gæti náð 18 stigum á Norðausturlandi í dag

Hiti gæti náð 18 stigum á Norðausturlandi í dag

Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig á Íslandi í dag þar sem hlýjast verður norðaustanlands. Hiti gæti náð 18 stigum á Norðausturlandi og má reikna með um 13 gráðum á Akureyri uppúr hádegi.

Rigning eða þokasúld verður á landinu í dag en þurrt á Norðausturlandi.

Á mánudag verður sunnan og suðvestan 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi.

COMMENTS