Við hátíðlega athöfn á Nauthóli í Reykjavík 15. október veitti mennta- og barnamálaráðherra ásamt fulltrúum frá Rannís verðlaun fyrir nýsköpun í kennslu og tungumálanámi. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi Rannís, Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Á viðburðinum voru afhent Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í kennslu (European Innovative Teaching Award – EITA) í tveimur flokkum:
- fyrir framúrskarandi skólastarf
- og fyrir nýsköpun í tungumálakennslu.
Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í kennslu (EITA) 2025
Menntaskólinn á Tröllaskaga hlaut Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í kennslu 2025 í flokknum School Education fyrir verkefnið The Sustainable Development Goals in All Aspects of School Life – A Democratic Society in Practice.
Verkefnið samþættir markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við lýðræðislegt skólastarf og sýnir hvernig gildi lýðræðis, jafnréttis og sjálfbærni geta orðið órjúfanlegur hluti af daglegu námi og kennslu.
Aðrir skólar, verkefni og kennarar sem einnig hlutu verðlaun:
Evrópsku nýsköpunarverðlaunin í kennslu 2025 (Tungumál):
- Dósaverksmiðjan – Tungumálaskólinn ehf.
- Verkefni: Læsi er lykill að lýðræði – Menntun án aðgreiningar.
Gæðaviðurkenningar eTwinning 2025:
- Selásskóli: European Chain Reaction (Kennari: Sandra Grettisdóttir).
- Stóru-Vogaskóli: Plasticsaurus (Kennari: Marc Portal).
- Ingunnarskóli og Selásskóli: The Boat Game ’25 (Kennarar: Rósa Harðardóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir og Hjalti Einar Sigurbjörnsson).
- Stapaskóli: Ink of Unity – Celebrating our True Colors (Kennarar: Hólmfríður Rún Guðmundsdóttir og Selma Ruth Iqbal).
eTwinning verkefni ársins 2025:
- Stapaskóli fyrir verkefnið Ink of Unity – Celebrating our True Colors.


COMMENTS