Hetjuþemadagar í HlíðarskólaMynd/Akureyri.is

Hetjuþemadagar í Hlíðarskóla

Í síðustu viku stóðu yfir hetjuþemadagar í Hlíðarskóla. Áður en dagarnir hófust bjuggu allir nemendur til sína eigin ofurhetju, skilgreindu styrkleika hennar og veikleika og voru þannig vel undirbúnir fyrir þau skemmtilegu verkefni sem biðu þeirra.

Þemadögunum lauk með spennandi hetjuleikum þar sem keppt var meðal annars í stígvélakasti, eggjahlaupi og pokahlaupi. Að lokum horfði allur skólinn á stuttmynd sem nemendur tóku sjálfir þátt í að búa til og klippa.

„Nemendur og kennarar voru sammála um að þemadagar hefðu verið virkilega skemmtilegir og gaman hafi verið að sjá samfélag skólans koma saman í sköpun, gleði og samvinnu,“ segir á vef Akureyrar.

COMMENTS