„Mun meiri áhugi á SAk og Akureyri en ég hafði búist við“

„Mun meiri áhugi á SAk og Akureyri en ég hafði búist við“

Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, var fulltrúi SAk í tíu manna sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda sem ferðaðist um Skandinavíu með það að markmiði að laða íslenska lækna heim. Fjallað er um ferðina á vef SAk.

Ragnheiður segir mun meiri áhugi á SAk og Akureyri hafi verið á meðal íslenskra lækna erlendis en hún hafi búist við.

„Við hittum tæplega 100 lækna sem hafa ýmist lokið sérnámi eða eru í sérnámi. Greinilegt er að meirihluti læknanna sem mættu stefnir á að snúa aftur heim á næstu árum. Mun meiri áhugi var á SAk og Akureyri en ég hefði búist við. Ég tel að við eigum eftir að ná að fjölga sérfræðilæknum og sérgreinum á næstu árum og byggja þannig upp enn öflugri þjónustu,“ segir Ragnheiður.

Mynd: RÚV.

COMMENTS