Eik fasteignafélag hefur veitt Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágranna styrk að upphæð 341 þúsund krónum. Greint er frá á vef Glerártorgs en Eik fasteignafélag er eigandi Glerártorgs.
Styrkurinn er tileinkaður framlagi þátttöku gesta sem tóku þátt í gjafaleik á Dekurkvöldi Glerártorgs þann 9. október 2025. Eik fasteignafélag styrkti félagið um 1.000 kr. fyrir hvern þátttakanda sem tók þátt í leiknum, en alls tóku 341 gestir þátt. Styrkurinn fer í Dekurdagasöfnunina sem rennur óskipt til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Í byrjun október styrkti einnig Glerártorg Krabbameinsfélagið með kaupum á slaufum í staur að upphæð 100.000 krónur.
Fyrir hönd Eikar Fasteignafélags afhentu Kristín Anna Kristjánsdóttir og Elva Ýr Kristjánsdóttir, fulltrúum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis styrkinn.


COMMENTS