Akureyrarbær auglýsir lóðir við Hulduholt

Akureyrarbær auglýsir lóðir við Hulduholt

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa lóðirnar Hulduholt 18, 20-24 og 31 lausar til úthlutunar. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Lóðirnar eru innan deiliskipulags fyrir Holtahverfi norður sem tók gildi árið 2021, m.s.br. og eru þær allar byggingarhæfar. Þann 11. september sl. tók gildi breyting á deiliskipulaginu sem nær til lóðanna Hulduholts 18 og 20-24.

Hulduholt 18: heimilt er að byggja parhús á tveimur hæðum. Stærð lóðarinnar er 1.049 m2 og hámarksbyggingarmagn er 315-420 m2Mæliblað.

Hulduholt 20-24: heimilt er að byggja raðhús á tveimur hæðum. Stærð lóðarinnar er 1.120 m2 og hámarksbyggingarmagn er 504-728 m2Mæliblað.

Hulduholt 31: heimilt er að byggja einbýlishús á einni hæð + kjallara. Stærð lóðarinnar er 690 m2 og hámarksbyggingarmagn er 276 m2. Kvöð er um lagnaleið fyrir lagnir Norðurorku um suðausturhorn lóðarinnar. Mæliblað.

Í deiliskipulagi svæðisins og mæliblaði kemur nánar fram hvaða ákvæði gilda um hverja lóð fyrir sig og hér má nálgast úthlutunarskilmála fyrir lóðirnar.

Senda þarf inn umsókn með rafrænum hætti í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar innan auglýsts frests sem er kl. 12:00 þriðjudaginn 18. nóvember 2025.

COMMENTS