Matargjafir Akureyrar og NorðurHjálp vinna saman

Matargjafir Akureyrar og NorðurHjálp vinna saman

Matargjafir Akureyrar og NorðurhHjálp, tvö mannúðarfélög á Norðurlandi, hafa ákveðið að láta reyna á samstarfsverkefni sín á milli til þess að geta sinnt þeim sem minna mega sín á svæðinu betur.

Í tilkynningu frá félögunum segir að vetrarmánuðirnir séu þyngstu mánuðir fjölskyldna sem hafa minna á milli handanna og með því að sameina krafta sína sjái félögin fram á að eiga auðveldara með að hjálpa til.

„Með þessu sjáum við fram á að geta sinnt öllu okkar fólki eins vel og kostur er. Desember er alltaf þungur og það er oft lítið til hjá okkur í Norðurhjálp í janúar og febrúar, sem eru einnig þungir, en með þessu sjáum við fram á að geta aðstoðað þá mánuði,“ segir í tilkynningu.

Bæði félög munu halda áfram að starfa líkt og áður. Matargjafir halda áfram að safna og úthluta matargjöfum ásamt því að senda sjálfboðaliða til að aðstoða NorðurHjálp við frekari úthlutun

COMMENTS