Þeir Halldór Óli Kjartansson og Rögnvaldur Már Helgason frá Markaðsstofu Norðurlands hafa síðustu daga kynnt Norðurland á bás Íslandsstofu á World Travel Market í London sem lýkur í dag. Í tilkynningu frá Markaðstofu Norðurlands á Facebook segir að beint flug til Akureyrar frá Bretlandi hafi vakið mikla athygli.
Ásamt Halldóri og Rögnvaldi eru fulltrúar frá sjö ferðaþjónustufyrirtækjum frá Norðurlandi viðstödd en alls tóku tæplega 30 fyrirtæki frá Íslandi þátt á sýningunni.
„Norðurljós og vetrarferðir til Norðurlands eru sem fyrr áberandi í kynningarefni um áfangastaðinn og þar hefur beint flug til Akureyrar frá Bretlandi vakið mikla athygli,“ segir í tilkynningu Markaðsstofu Norðurlands.
easyJet býður upp á bein flug milli Akureyrar og Bretlandseyja í vetur. Flogið er alla þriðjudaga og laugardaga frá 4. október 2025 til 25. apríl 2026 milli Akureyrar og London Gatwick. flugvallarins. easyJet flýgur einnig til Manchester í Englandi frá nóvember 2025 til mars 2026.


COMMENTS