Árlegt fjáröflunarátak Slysavarnarfélagsins Landsbjargar átti sér stað í síðustu viku og björgunarsveitarfólk var því sýnilegt um allt land við sölu á Neyðarkallinum. Björgunarsveitin Súlur hér á Akureyri stóð að sjálfsögðu vaktina líkt og aðrar sveitir.
Neyðarkallinn seldist upp á Akureyri
Átakið stóð yfir frá miðvikudegi til sunnudags, en á Akureyri gekk sala svo vel að Neyðarkallinn var uppseldur strax á laugardag, eins og björgunarsveitin Súlur greindi frá á Facebook síðu sinni.
Fyrirtæki út um allan bæ lögðu hönd á plóg
Til viðbótar við lyklakippurnar sem seldur er almenningi gaf Landsbjörg einnig út stóra Neyðarkallinn, sem seldur er til fyrirtækja og stofnanna. Björgunarsveitin Súlur sýndi frá því á Facebook síðu sinni í vikunni þegar stóra kallinum var afhent til ýmissa fyrirtækja víðsvegar um bæinn.























































































COMMENTS