Knattspyrnukonan Maria Catharina Ólafsdóttir Gros var verðlaunuð sem nýliði ársins hjá knattspyrnuliði Linköping í Svíþjóð fyrir leik liðsins gegn Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Maria hefur átt flott tímabil þrátt fyrir að Linköping sé fallið úr deildinni.
María, sem var leyst út með blómvendi og ávísun upp á 10.000 sænskar krónur, fagnaði heiðursnafnbótinni með því að skora eitt mark og leggja upp annað í 2-2 jafntefli.


COMMENTS