Langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ AkureyrarMynd: Akureyri.is

Langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ Akureyrar

Akureyrarbær hefur auglýst eftir umsóknum um langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ Akureyrar fyrir árið 2026 á vef bæjarins.

Um er að ræða þrjú stæði fyrir söluvagna á tveimur svæðum. Forleiguréttur er í gildi fyrir umrædd svæði og hefur umsækjandi sem hefur haft leyfi frá fyrra ári forgang að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að öðrum kosti fellur forleigurétturinn niður. Útgefin leyfi gilda í 12 mánuði.

Umsækjendur skulu kynna sér samþykkt um götu- og torgsölu og fylgiskjöl og skila inn umsókn í gegnum þjónustugáttina ásamt tilskyldum gögnum fyrir 19. desember 2025.

COMMENTS