Næstkomandi laugardag, 22. nóvember, klukkan 14.00 verður Bókafjör haldið í Pennanum Eymundsson á Akureyri. Þar munu þrír rithöfundar segja frá bókum sínum og lesa upp fyrir viðstadda.
Það eru þær Eydís Herborg Kristjánsdóttir með verkið Emma og fýlupúkarnir, Arna Lind Viðarsdóttir með bókina Kvíðapúkinn og Særún Hlín Laufeyjardóttir með rit sitt 24 dagar til jóla.
Frekari upplýsingar má finna á Facebook-viðburði með því að smella hér.


COMMENTS