Vélsleðamenn fagna stórafmæli á Akureyri um helgina

Vélsleðamenn fagna stórafmæli á Akureyri um helgina

Sýningin Vetrarlíf fer fram í Reiðhöll Akureyrar á morgun, laugardaginn 22. nóvember, frá klukkan 11 til 17. Sýningin hefur verið haldin á Akureyri nokkuð óslitið frá árinu 1965 í nafni LÍV, Landsambands íslenskra vélsleðamanna. Frá árinu 1995 hefur hún verið haldin í nafni EY-lív sem er deild innan LÍV.

EY-lív fagnar 30 ára afmæli í dag og því verður fagnað stórafmæli á sýningunni í ár. Búið er að klæða allt gólfið í reiðhöllinni með gervigrasi og slá upp básum.

Á sýningunni sýna 20 aðilar allstaðar frá landinu sýna allt sem við kemur vetrarsporti og vetrarlífi á Íslandi. Frítt er inn á sýninguna.

Á laugardagskvöldið munu félagar í LÍV skemmta sér í Sjallanum þegar Greifarnir spila fyrir dansi langt fram á nótt

COMMENTS