Býr til og selur armbönd til styrktar KAON

Býr til og selur armbönd til styrktar KAON

Hin 11 ára Aníta ákvað í haust að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, KAON, með sölu á armböndum. Hún gerir sjálf armbönd og selur. Ekkert armband er eins og hún gerir af og til armbönd eftir pöntunum.

Amma hennar greindist með ólæknandi krabbamein í janúar á þessu ári og Aníta ákvað að hún myndi vilja styrkja krabbameins veika með sölunni.

Í október safnaði hún 100 þúsund krónum sem hún færði svo Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis í styrk á dögunum.

Greint er frá á vef Krabbameinsfélags og nágrennis

COMMENTS