Viðskiptaráð Íslands stóð fyrir opnum fundi í síðustu viku á Messanum hjá Drift EA á Akureyri. Um 110 manns mættu til fundarins og var fullt út úr dyrum.
Á fundinum hélt Akureyringurinn Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, erindi og fór yfir horfur í atvinnulífi og efnahagsmálum. Í kjölfarið stýrði Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, líflegu pallborði. Þar tóku þátt Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar og Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri Slippsins DNG.
„Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til þeirra gesta sem mættu til fundarins og einnig til Drift EA fyrir einstaka gestrisni,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs.


COMMENTS