Jólaljósin á jólatrénu á hátíðarsvæðinu í Hrísey verða tendruð næsta sunnudag, fyrsta sunnudaginn í aðventu, þann 30. nóvember klukkan 16. Þetta segir á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Íbúar og gestir eru hvattir til að mæta og taka þátt í samverunni. Gengið verður í kringum jólatréð og sungin jólalög, og að athöfn lokinni verður boðið upp á smákökur og heitt súkkulaði í Hríseyjarbúðinni.


COMMENTS