Rakel hlýtur Kraumsverðlaunin

Rakel hlýtur Kraumsverðlaunin

Akureyringurinn Rakel Sigurðardóttir er á meðal tónlistarfólks sem hlýtur Kraumsverðlaunin í ár. Verðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Þetta er í átjánda sinn sem Kraumsverðverðlaunin eru veitt, en dómnefnd verðlaunanna fór yfir hátt í 500 íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val á verðlaunaplötum ársins.

Rakel gaf út plötuna a place to be í október. Platan hefur fengið góða dóma og til að mynda nefndi breska tónlistarsíðan The Line of Best Fit Rakeli sem næstu stórstjörnu íslenskrar tónlistar í umfjöllun um plötuna. Þá hlaut Rakel Plus-verðlaun Iceland Airwaves í ár, verðlaun sem eru veitt því listafólki sem þykir líklegt til að gera það gott á erlendri grundu.

Í tilkynningu segir að Kraumsverðlaunin séu ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og að þeim fylgi engir undirflokkar.

„Verðlaununum er ætlað að hampa og kynna plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita ár hvert. Alls hafa hátt í eitt hundrað listamenn og hljómsveitir hlotið Kraumsverðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferlinum.“

COMMENTS